Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, hélt í dag kraftmikla ræðu hjá Laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsins þar sem hann greindi meðal annars frá því að hann hefði upplýsingar um að bandaríska leyniþjónustan CIA hefði skipulagt plan um að ræna og jafnvel myrða hann. Assange sem dvaldi í sendiráði Ekvadors í London á þeim tíma sagði að Mike Pompeo fyrrum forstjóri CIA hefði leitt þessar aðgerðir eftir að WikiLeaks birti viðkvæmar upplýsingar um leynilegar aðgerðir CIA.
Samkvæmt Assange teiknaði CIA upp áætlanir um að ræna hann og myrða í London. Þá hafi CIA beitt sér gegn samstarfsmönnum hans í Evrópu, þar á meðal með tölvuárásum og falsfréttum. Assange fullyrti einnig að fjölskylda hans, þar á meðal sex mánaða sonur hans, hafi verið skotmark. Ákveðinn CIA-útsendari átti að fylgjast með eiginkonu Assange og fyrirskipað var að safna DNA sýni úr bleyju sonarins.
Assange segir að þær upplýsingar sem hannn hafi um þetta séu staðfestar af meira en 30 fyrrverandi og núverandi starfsmönnum bandarískra leyniþjónustustofnana. Hann segir áætlun CIA varpa ljósi á yfirþjóðlegt kúgunarkerfi. Assange segir að slíkar aðgerðir sýni hvernig valdamikil leyniþjónustukerfi brjóti mannréttindi á einstaklingum sem þau skilgraina sem ógn.
Assange varar einnig við því að þessar aðferðir, sem komu í ljós vegna uppljóstrara og réttarrannsókna í Evrópu, séu aðeins toppurinn á ísjakanum. Að hans mati gæti þessi tegund kúgunar gegn einstaklingum utan landamæra valdamikilla ríkja orðið norm nema öflug réttarkerfi og mannréttindastofnanir, eins og Evrópuráðið, grípi til aðgerða.
„Evrópa má ekki láta slíka yfirþjóðlega kúgun verða norm,“ sagði Assange í ræðu sinni og hvatti Evrópuráðið til að bregðast við til að koma í veg fyrir að önnur ríki fylgi í fótspor Bandaríkjanna.
Horfa má á ræðu Assange hér að neðan