Kanada eykur fólksinnflutninginn – tekur á móti 1,5 milljónum innflytjenda

Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada t.v. vill skipta út lágum fæðingartölum og fleiri ellilífeyrisþegum á móti fjöldafólksinnflutningi. Um helmingur landsmanna hans er því ósammála (samsett mynd ESB-þingið/alþjóðlegi Rauði krossinn CC 2.0).

Alríkisstjórn Kanada ætlar að taka við 500.000 farandfólki árlega á næstu þremur árum. Fólksinnflutningurinn er réttlættur með lágri fæðingartíðni í Kanada og að margir Kanadamenn verða ellilífeyrisþegar á næstu árum. Kanada hefur lengi fylgt rausnarlegri innflytjendastefnu og á síðasta ári voru veitt rúmlega 400.000 varanleg dvalarleyfi – og var það nýtt met.

Ríkisstjórnin skrifar í fréttatilkynningu:

„Á síðasta ári tók Kanada á móti rúmlega 405.000 nýbúum, sem er mesti fjöldi sem við höfum nokkru sinni tekið á móti á einu ári. Ríkisstjórnin heldur áfram á þeirri metnaðarfullu braut með því að setja markmið í nýrri áætlun um 465.000 fasta íbúa árið 2023, 485.000 árið 2024 og 500.000 árið 2025. Áætlunin leggur einnig aukna áherslu á að laða að nýbúa til mismunandi svæða landsins, þar á meðal smábæja og sveitarfélaga.“

49% Kanadamanna telja að Kanada geti ekki tekið á móti 500 þúsund innflytjendum árlega – 31% segir það vera í lagi

Stefnan er rökstudd með því, að Kanadamenn verði eldri, fæðingartíðni er lítil og að lausnin á þessu sé að flytja inn farandfólk. Innflytjendur eru nú þegar í meirihluta í aukningu vinnuafls í Kanada og árið 2032 er búist við að fólksflutningarnir standi að baki allrar íbúafjölgun landsins, skrifar BBC. Eins og er, þá er fjórði hver kanadískur ríkisborgari fæddur í öðru landi, sem má til dæmis bera saman við Bandaríkin eða Bretland, þar sem talan er 14%.

Ekki eru þó allir jafn ánægðir með áform ríkisstjórnarinnar. Frönskumælandi héraðið Quebec, sem er að hluta til pólitískt sjálfstjórnandi, þar sem um fjórðungur íbúa Kanada býr, hefur tilkynnt að hámarksfjöldi þeirra sé 50.000 farandfólk á ári. Ekki er á dagskrá að stöðva fólksinnflutninga. Francois Legault, forsætisráðherra Quebec, segir að það verði „erfitt að spyrna fótum gegn hnignun frönskunnar þegar með 50 þúsund innflytjendum.“

Í stórum hluta Kanada er mikill skortur á húsnæði og hafa þrír af hverjum fjórum Kanadamönnum áhyggjur af því, að aukinn innflutningur muni leiða til aukinna byrða á leigusala og félagsþjónustu. Um helmingur Kanadabúa telur að 500.000 innflytjendur á ári séu allt of margir.

Deila