Kanadískur hermaður sem berst fyrir Úkraínu segir frá helvíti stríðsins

Hér að neðan er myndband með kanadískum hermanni sem berst fyrir Úkraínu i Útlendingadeildinni en þeir skipta þúsundum, sem gegndu kalli Zelenský um að koma til Úkraínu og berjast með Úkraínumönnum.

Kanadamaðurinn lýsir Úkraínumönnum sem hetjum, sem verja sitt eigið land með lífum sínum. Hann segir að hann geti hætt og farið heim, sem Úkraínumenn geti ekki, þar sem stríðið er á þeirra heimavelli.

Hann vill að Nato gangi inn til að skakka leikinn og lýsir fyrstu stríðsreynslu sinni í bardögum við rússneska hermenn.

T.d. lýsir hann, að þegar hann og aðrir hermenn fóru upp í blokk til að skjóta frá henni á Rússa liðu aðeins 10 mínútur þar til Rússarnir skutu á þá og nærstríðið við Rússana breytti stöðu þeirra í helvíti.

Svolítið öðru vísi frásögn en keyptar glansmyndir um glæsimennsku úkraínuhers og ósigur og vonleysi rússnesku hermannanna.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila