Kann vel við jólastressið

Magnús Ingi Magnússon.

Magnús Ingi Magnússon sem rekið hefur Sjávarbarinn um árabil segist kunna vel við sig í jólastressinu og er jafnvel tilbúinn að ferðast þúsundir kílómetra til þess að upplifa það. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Magnúsar í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Magnús situr ekki auðum höndum þessa dagana fremur en endra nær enda er nóg að gera á Sjávarbarnum og býður Magnús upp á skötuveislu út desember. Hann segir suma viðskiptavini harðari af sér í skötunni en flestir “ það komu til dæmis einu sinni smiðir í hverju einasta hádegi í desember allan þann tíma sem ég var með skötuna í boði“,segir Magnús. Magnús er þó ekki eingöngu með skötu í boði, heldur afar fjölbreytt úrval rétta, en fyrir áhugasama má smella hér til þess að skoða úrvalið.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila