Karlmaður úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna morðmálsins í Neskaupstað

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa myrt eldri hjón í Neskaupstað í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglu.

Í tilkynningunni segir að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn gildi til 4.október næstkomandi. Þá segir að rannsókn málsins standi enn yfir og miði vel. Mikil vinna sé fram undan í úrvinnslu gagna sem mun taka talsverðan tíma.

Þá segir í tilkynningu lögreglu að hún muni ekki gefa upp frekari upplýsingar um málið að svo stöddu

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila