Site icon Útvarp Saga

Kína ásakar Bandaríkin að hafa þróað kórónuveiruna sem lífefnavopn – krefst rannsóknar

Zhao Lijian, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, berst hatrammlega gegn öllum fullyrðingum um, að veiran komi frá rannsóknarstofu Veirustonfunarinnar í Wuhan.

KÍNVERSKIR vísindamenn segja, að kórónaveiran hafi fundist í Bandaríkjunum og Frakklandi löngu áður en tilkynnt var um veiruna í Wuhan. Eftir fyrirspurn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um tilurð Covid hafa leiðtogar vesturlanda kallað eftir annarri rannsókn á kenningunni um að heimsfaraldurinn sé upprunninn vegna leka á rannsóknarstofu í Wuhan. Núna fullyrðir ríkisfjölmiðill Kína, að veiran hafi byrjað í Bandaríkjunum og Frakklandi og eftir það hafi veiran fundist í Wuhan í desember 2019.

Vilja rannsaka „öll efni í Bandaríkjunum tengd lífefnavopnum Bandaríkjanna“

Zeng Guang, aðalsóttvarnalæknir kínversku Smitsjúkdómamiðstöðvarinnar, sagði við Global Times að augu manna ættu að beinast að Bandaríkjunum varðandi rannsóknir á uppruna banvænu veirunnar. Vísindamaðurinn vitnaði til seinagangs í viðbrögðum Bandaríkjanna við að taka sýni úr fólki á fyrstu stigum heimsfaraldursins og gaf í skyn, að heimsfaraldurinn væri lífefnavopn frá Washington.

Guang sagði: „Það ætti að rannsaka öll efni, sem tengjast lífefnavopnum Bandaríkjanna.“ Guang sagði, að Kína væri eina landið sem hefði beðið WHO að rannsaka uppruna veirunnar.

Bandaríska Lýðheilsan (NIH) tók sýni frá Bandaríkjamönnum og fann að sjö manns í Illinois, Massachusetts, Mississippi, Pennsylvaníu og Wisconsin höfðu fengið Covid áður en fyrsta tilfellið uppgötvaðist í janúar í fyrra. Bentu gögn NIH til þess, að Covid hefði getað verið til staðar í Bandaríkjunum þegar 24. desember 2019, sem væri langt á undan fyrstu tilkynntu tilfellunum.

Zhao Lijian, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, vitnaði í rannsókn NIH og fullyrðir að rannsóknin styðjist við svipuð gögn og hafa sést í alþjóðlegum vísindatímaritum. Lijian sagði: „Það er augljóst, að faraldurinn átti margvíslegan uppruna.“ Zhao vitnaði einnig til sænskra sóttvarnalækna sem segja, að veiran hafi fundist í Svíþjóð þegar í nóvember.

Veirustofnunin alræmda, sem núna er í höndum Alþýðuhers Kína en þaðan er talið að kórónuveiran hafi komið.

WHO segist undirbúa framhaldsrannsókn

Ásökun Kínverja um að veiran sé efnavopn Bandaríkjamanna er sett fram sem andsvar við vaxandi stuðningi Vesturlanda við kenninguna, að veiran hafi komið frá rannsóknarstofu Alþýðuhersins í Wuhan. Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hefur beðið leyniþjónustuna að rannsaka málið, þrátt fyrir fyrirspurn til WHO í febrúar.

Á G7 leiðtogafundinum um helgina ræddu leiðtogar heimsins einnig möguleikann á, að veiran komi frá rannsóknarstofu skv. Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóra WHO. Hann staðfesti, að WHO væri að undirbúa annan áfanga rannsóknar á uppruna veirunnar, sem þarfnaðist „gegnsæi og samvinnu við Kína.“ Dr Ghebreyesus sagði: „Við teljum að allar tilgátur eigi að vera á borðinu og við höldum áfram í öðrum áfanga til að komast að raunverulegum uppruna veirunnar.“

Verið að kasta „skít á saklausa vísindamenn“

Dr Shi Zhengli, helsti veirufræðingur Veirustofnunar Wuhan, vísar kenningunni um rannsóknarstofulekann alfarið á bug og segir hana „skít sem kastað er á saklausa vísindamenn“. Hún sagði í viðtali við New York Times: „Hvernig í ósköpunum á ég að geta lagt fram sönnunargögn um eitthvað, þar sem engar sannanir eru fyrir hendi?“

Fyrsta tilkynningin um Covid var í Wuhan, Kína í desember 2019. Í skrifandi stund hafa 177.781.705 tilfelli og 3.847.985 dauðsföll verið skráð af völdum veirunnar og yfir 2,5 milljarðar skammtar af bóluefni verið veittir.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla