Kína og Sádi-Arabía selja gas og olíu frá Rússlandi til Evrópu

Kína og Sádi-Arabía hafa stóraukið innflutning á jarðgasi og olíu frá Rússlandi, til að geta selt meira til Evrópu. (mynd Kreml/Gazprom).

Kaupa ódýra olíu og gas af Rússlandi og selja áfram til Evrópu á dýrara verði

Reuters greindi frá því þegar í síðasta mánuði, að Sádi-Arabía hafði tvöfaldað innflutning á olíu frá Rússlandi, þrátt fyrir að landið sé stærsti olíuútflytjandi heims. Þannig getur innanlandsmarkaðurinn notað rússnesku olíuna en sú sem er framleidd innanlands er flutt út.

Mörg vestræn ríki forðast að kaupa olíu og gas af Rússlandi í mótmælaskyni við innrásina í Úkraínu. Evrópusambandið reynir að gera sig minna háð Rússlandi um orkuöflun með þekktum hryllilegum afleiðingum fyrir íbúa í aðildarríkjum sambandsins.

Önnur lönd, eins og Kína, Indland og mörg lönd í Afríku og Miðausturlöndum, hafa þess í stað aukið innflutning á rússneskri olíu og gasi sérstaklega, þar sem Rússar bjóða lægra verð í leit að nýjum viðskiptavinum.
Japanska Nikkei greindi frá því í síðustu viku, hvernig Kína kom sem „riddarinn á hvíta hestinum og bjargaði Evrópu“ með því að bjóða upp á hluta af „afgangs“ LNG – þ.e.a.s. fljótandi jarðgasi. Á fyrri helmingi þessa árs jókst innflutningur á fljótandi gasi til Evrópu um 60 %.

Samtímis hefur Kína stóraukið innflutning á gasi frá Rússlandi. Á fyrri helmingi ársins jókst innflutningur á LNG frá Rússlandi um tæp 30 % á meðan innflutningur á jarðgasi um gasleiðslur frá Rússlandi jókst um rúm 60 % eftir því sem South China Morning Post segir.

Þannig kaupir Evrópa í reynd rússneskt gas af Kína – en á hærra verði.

Nord stream lokað vegna viðhalds

Undanfarnar vikur hefur afgreiðsla jarðgass um Nord Stream 1 gasleiðsluna í gegnum Eystrasaltið verið um 20 % af venjulegri afkastagetu. Vesturlönd ásaka Rússland um að nota gasið sem vopn gegn ESB en Rússar telja að birgðavandamálin séu afleiðing refsiaðgerðanna.

Í gær – miðvikudag – átti að loka Nord stream 1 að fullu vegna viðhalds. Tilkynnt hefur verið um stöðvunina í meira en einn mánuð og samkvæmt áætlun varar lokunin í 72 klukkustundir. Margir óttast að Rússland muni ekki hefja gasflutninga aftur efir að viðgerð líkur.

Deila