Segir belti og braut vera tækifæri til aukinna samskipta Kína og Íslands

Jin Zhijian sendiherra alþýðulýðveldisins Kína á Íslandi

Belti og braut eru kjörið tækifæri til að efla samskipti Kínverja og Íslendinga og og jafnvel viðskipti. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jin Zhijian sendiherra kínverska alþýðulýðveldisins á Íslandi í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Hauks Haukssonar.

Jin telur að Íslendingar gætu að hans mati notið góðs af því að taka þátt í þessari umdeildu áætlun kínverja en eins og kunnugt er hefur áætlun þeirra víða verið litin hornauga.

Hann segir að þetta gæti til dæmis falist í beinu flugi á milli landanna með tilheyrandi aukningu ferðamanna frá Kína auk þess sem aðilar sem tengist viðskiptum eigi þá auðveldara með að eiga viðskipti sín á milli.

Þá kom fram í þættinum að Jin þyki ummæli Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna sem hann lét falla í samtali við fjölmiðla fyrir utan Höfða eins og frægt er orðið undarleg

ég veit ekki af hverju hann sagði að íslendingar hefðu hafnað boði um þátttöku í belti og braut, en staðan er sú að boðinu hefur ekki enn verið svarað af hálfu Íslands, ég vil fyrst og fremst vinna að enn frekari samskiptum landanna á grundvelli vináttu„,segir Jin.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan



Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila