Site icon Útvarp Saga

Kínverjar á heræfingu með rússum í Eystrasalti

Kínverski sjóherinn og rússneski sjóherinn munu halda sameiginlega heræfingu á Eystrasaltshafi í júlímánuði. Þetta er í fyrsta sinn sem löndin æfa heri sína sameiginlega á þessum slóðum en herskip kínverja hafa þegar lagt af stað í áttina að æfingasvæðinu. Sænski herinn hefur aukið viðbúnað sinn vegna æfinganna en blaðafulltrúi sænska hersins Jesper Tengroth segir að herinn muni fylgjast afar náið með æfingum landanna tveggja. Viðbrögð annara landa við æfingunum eru enn ekki ljós.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla