Kínverjar orðnir mjög sterkir á alþjóðavettvangi

Gríðarlegur efnahagslegur uppgangur í Kína hefur fært landið mjög ofarlega á blað í því að vera leiðandi afl á alþjóðavettvangi og þar koma þeir mjög sterkir inn. Valdamenn í Bandaríkjunum og Evrópu heimsækja ráðamenn í Kína um þessar mundir í þeirri von að tryggja góð samskipti við þá. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttmanns í Moskvu í þættinum Heimsmálin í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Kína meðvitað um stöðu sína sem stórveldi

Bandaríkjamenn gera sér vel grein fyrir þessari stöðu Kínverja það megi til að mynda sjá á heimsóknum valdamikilla manna í Bandaríkjunum til Kína til að mynda Anthony Blinken sem nú heimsækir Kína og ræðir við utanríkisráðherra Kína.

Kínverjar eru vel meðvitaðir um sína stöðu sem stórveldi og munu ef til vill sigla fram úr Bandaríkjunum áður en langt um líður í efnahagslegu tilliti sem og á öðrum sviðum. Skuldir Bandaríkjanna setja stórt strik í reikninginn hjá Bandaríkjunum sem stórveldi en þeir skulda sem nemur 32 trilljörðum bandaríkjadala.

„á erlendum vettvangi þurfa þeir að styrkja sig verulega og sumir segja að þeir reyni að gera það með því að taka þátt og fjarstýra og vera mjög stórir aðilar í því sem er að eiga sér stað í Úkraínu og svo í því sem á e.t.v. eftir að gerast í Taiwan“

Evrópusambandið reynir að eyðileggja samskipti Kína og Rússlands

Haukur segir að það sé af sem áður var þegar Kína var fremur fátækt, því í dag sé það orðið gríðarlegt flota og herveldi sem að auki stundi mjög vönduð stjórnmálasamskipti við önnur ríki. Þeir séu til að mynda mjög öflugir í því að koma á samskiptum milli Íran og Saudi Arabíu. Þá eigi Kínverjar í góðum samskiptum við Rússa ólíkt löndum Evrópusambandins.

Haukur segir Kínverja vera vel meðvitaða um að það sé beinlínis stefna hjá Evrópusambandinu að reyna að veikja samskipti Kína og Rússa, ekki síst hernaðarleg samskipti og sýni því fulltrúum Evrópusambandins ekki mikla virðingu. Til að mynda hafi Ursula Von Der Leyen verið látin vera í almennu flugi þegar hún kom þangað í heimsókn og fara í gegnum hefðbunda vopnaleit eins og almenningur en í því felist ákveðin óvirðing.

„það er nefnilega lykilatriði fyrir Evrópusambandið, glópalistana og djúpríkið og önnur ósýnileg öfl að reyna að veikja þessi samskipti Kína og Rússlands“

Stefna að afdollaravæðingu í alþjóðaviðskiptum

Aðspurður um BRIX samstarfið sem Kínverjar veita forustu og hvort það sé til þess fallið að eyðileggja Bandaríkjadollar sem gjaldmiðil segir Haukur að það sé klárt mál að stjórnvöld BRIX landa stefni að afdollaravæðingu í alþjóðaviðskiptum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila