Site icon Útvarp Saga

Kínverski fasteignarisinn Evergrande kominn í greiðsluþrot –verðfall á mörkuðum heims

Yfir 85% af markaðsverði Evergrande er horfið og fer fyrirtækið í gjaldþrot getur það dregið með sér allan fasteignamarkaðinn í Kína í fallinu.

Búist er við að kínverski fasteignarisinn geti ekki staðið við lánaskuldbindingar sínar í dag og á morgun og geti ekki greitt af lánum. Hlutabréf fyrirtækisins féllu tæplega 20% í morgun og hafa samtals fallið 85% það sem af er ársins. Markaðir féllu í morgun fáein prósent um allan heim, mest í Hong Kong um 6%. Um mun stærra dæmi er að ræða en Lehman Brothers, sem olli efnahagskreppunni í heiminum 2008. Hætta er á að fall risans dragi með sér allan fasteignamarkaðinn í Kína.

Aðeins toppurinn á ísjakanum

Fyrirtækið á að greiða 83,6 milljónir dollara 23. september en ekki er búist við, að það geti staðið við skuldbindingarnar. Skuldir fyrirtækisins er yfir 300 milljarða dollara Louis Tse fasteignasali segir í viðtali við Financial Times að „Evergrande er aðeins toppurinn á ísjakanum. Þetta hefur áhrif á banka, hvað gerist með öll lánin. Þetta mun hafa keðjuverkandi áhrif.“

Telja ýmsir að Evergrande sé Lehman Brothers dæmi Kína og vara við áhrifum um allan heim á meðan aðrir segja, að jafnvel þótt Evergrandi fari í gjaldþrot, þá muni það ekki hafa áhrif á heimsvísu, þótt það hefði mikil áhrif innanlands í Kína.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla