Klappað og klárt! – Nýir bensínbílar bannaðir í ESB frá 2035

Engir bensínbílar í ESB frá 2035 þýðir endalok bensínstöðva. Mun skapa mikið atvinnuleysi og bæta á kreppuna. Mynd © Stacy Harris CC 2.0

Bannað verður að selja nýja bensín- og dísilbíla í ESB frá og með árinu 2035. Það hafa aðildarríkin núna loksins komið sér saman, segir í frétt Reuters. Lögin voru endanlega samþykkt á þriðjudag af orkumálaráðherrum ESB, eftir að Þýskaland fékk undanþágu fyrir bíla sem knúnir eru svokölluðu rafeldsneyti.

Viðnám Þjóðverja á síðustu stundu varð til þess að samningaferlið til að samþykkja lögin dróst á langinn, skrifar Reuters.

Ákvörðunin felur í sér að bílar sem seldir eru frá og með 2035 verða að hafa 0% koltvísýringslosun. Bílar sem seldir verða frá 2030 verða að hafa að minnsta kosti 55% minni koltvísýringslosun miðað við 2021.

Búist var við að nýju lögin myndu gera það ómögulegt að selja bíla með brunahreyfla innan ESB frá og með 2035. En undanþágan sem Þýskaland fékk er hugsanlega líflína fyrir hefðbundin ökutæki, jafnvel þótt rafrænt eldsneyti sé ekki enn í fjöldaframleiðslu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila