Kona á þrítugsaldri lést í slysinu á Sæbraut

Gangandi vegfarandi sem lést þegar ekið var á hann á Sæbraut á milli Súðarvogs og Kleppsmýrarvegar aðfaranótt sunnudags var kona á fertugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Eins og áður hefur verið greint frá barst tilkynning um slysið tíu mínútum eftir miðnætti og héldu viðbragðsaðilar strax á vettvang, en því miður var vegfarandinn látinn er að var komið.

Þá var lokað fyrir umferð um vettvanginn á meðan unnið var að rannsókn málsins, líkt og venjan er þegar svo alvarlegt slys hefur átt sér stað Það mætti hins vegar litlum skilningi annara vegfarenda sem trufluðu lögreglu við störf á vettvangi og sýndu vegfarendur af sér mikinn dónaskap.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila