Könnun: Afskipti yfirvalda af fólki mjög óeðlileg

Meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu telja að afskipti stjórnvalda hér á landi af fólki séu mjög óeðlileg. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni í morgun.

Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi en í þessari könnun var spurt: Hversu eðlileg eða óeðlileg eru afskipti yfirvalda af fólki?

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Mjög óeðlileg: 63,8%

Frekar óeðlileg: 20,6%

Hlutlaus: 7,1%

Frekar eðlileg: 4,2%

Mjög eðlileg: 4,2%

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila