Könnun Elon Musk: WEF er „alheimsstjórn sem fólkið hefur aldrei beðið um né vill hafa“

Ætti World Economic Forum að stjórna heiminum? Það er það sem eigandi Twitter, Elon Musk, veltir fyrir sér í könnun á netmiðlinum. Tæplega 9 af hverjum 10 svara nei. Samkvæmt Musk er WEF að verða meira og meira eins og „ókjörin heimsstjórn sem fólkið bað aldrei um og vill ekki hafa.“

Elon Musk sleppir ekki World Economic Forum og dagskrá þeirra. Hann virðist trúa því, að samtökin hafi afskaplega mikil áhrif í heiminum. Fyrr í vikunni spurði hann, hvernig ársfundur valdaelítunnar í Davos gæti hreinlega verið til. Hann hefur einnig gagnrýnt World Economic Forum fyrir fullyrðingu þeirra, um að „offjölgun sé alþjóðleg áskorun.“ Samkvæmt Musk er það þess í stað íbúahrun sem er „tilvistarvandamál fyrir mannkynið, ekki offjölgun.“

Á fimmtudaginn setti hann út könnun á Twitter undir yfirskriftinni „World Economic Forum ætti að stjórna heiminum“. Svöruðu um 86% nei og tæplega 14% já. Musk skrifar:

„WEF er í auknum mæli að verða ókjörin alheimsstjórn, sem fólkið bað aldrei um og vill ekki hafa.“

Fyrir nokkrum árum var Elon Musk boðið að taka þátt í ársfundi WEF í Davos. Hann afþakkaði með orðunum: „Þetta hljómar eitthvað svo hundleiðinlegt“.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila