Könnun: Fæstir hlustuðu á stefnuræðu forsætisráðherra og umræður um hana

Fæstir þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu hlustuðu á stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur og umræður um hana á Alþingi í gær. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni á síðasta sólarhring.

Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi í dag en í þessari könnun var spurt: Hlustaðir þú á stefnuræðu forsætisráðherra og umræður um hana á Alþingi í gærkvöldi?

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Nei: 68,6%

Já: 17,3%

Já að hluta: 13,5%

Hlutlaus: 0,6%

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila