Könnun: Flestir á bifreiðum sem ganga fyrir dísil eða bensíni

Meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu eiga bifreiðar sem ganga fyrir dísil eða bensíni þó eru ívið fleiri sem eiga bifreiðar sem ganga fyrir dísil. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni á síðasta sólarhring.

Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi en í þessari könnun var spurt: Hvaða orkugjafa notar þín bifreið?

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Dísil: 39%

Bensín: 36,6%

Bensín og raforku – Hybrid: 11,3%

Á ekki bifreið: 6,6%

Raforku eingöngu: 5,6%

Metan: 0,9%

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila