Könnun: Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra besti ráðherrann

Afgerandi meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu telja Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vera besta ráðherrann. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni um helgina.

Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi en í þessari könnun var spurt: Hvaða ráðherra er bestur að þínu mati?

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Jón Gunnarsson 66,5%

Bjarni Benediktsson 6,2%

Willum Þór Þórsson 4,5%

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir 4,1%

Katrín Jakobsdóttir 3,7%

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir 3,5%

Ásmundur Einar Daðason 3,1%

Guðlaugur Þór Þórðarson 2,3%

Sigurður Ingi Jóhannsson 1,9%

Lilja Alfreðsdóttir 1,7%

Guðmundur Ingi Guðbrandsson 1,6%

Svandís Svavarsdóttir 0,8%

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila