Könnun: Meirihluti vill vatnsaflsvirkjanir

Afgerandi meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu vilja að vatnsaflsvirkjanir séu notaðar til orkuöflunar hér á landi til framtíðar. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni á síðasta sólarhring.

Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi í dag en í þessari könnun var spurt: Hvernig orkuöflun vilt þú sjá á Íslandi í framtíðinni?

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Vatnsaflsvirkjanir: 68,9%

Sorpbrennsluorku: 11,2%

Sjávarorku: 11,2%

Kjarnorkuver: 3,3%

Sólarorku (Birtuorku): 2,9%

Vindorku: 2,5%

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila