Könnun: Skiptar skoðanir um ágæti heilbrigðiskerfisins

Meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu telja heilbrigðiskerfið slæmt eða mjög slæmt. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni á síðasta sólarhring.

Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi í dag en í þessari könnun var spurt: Hvaða skoðun hefur þú á íslenska heilbrigðiskerfinu?

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Slæmt: 29,6%

Mjög slæmt: 27,3%

Hvorki gott né slæmt: 22,7%

Gott: 13,8%

Mjög gott: 6,9%

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila