Könnun: Skiptar skoðanir um hvort skólamáltíðir eigi að vera gjaldfrjálsar

Það eru nokkuð skiptar skoðanir um það hvort skólamáltíðir eigi að vera ókeypis en þó eru ívið fleiri á þeirri skoðun að svo eigi að vera. Það kemur fram í niðurstöðu skoðanakönnunar Útvarps Sögu sem fram fór hér á vefsíðunni á síðasta sólarhring.

Niðurstaða könnunarinnar var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi en í þessari könnun var spurt: Eiga skólamáltíðir í grunnskólum að vera ókeypis?

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Já: 48,6%

Nei: 45,3%

Hlutlausir: 6,1%

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila