Könnun: Taka ekki mark á neinum af skoðanakönnnarfyrirtækjunum

Afgerandi meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu taka ekki mark á neinum af þeim skoðanakönnunarfyrirtækjum sem gera skoðanakannanir hér á landi. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni á síðasta sólarhring.

Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi í dag en í þessari könnun var spurt: Hvaða skoðanakönnunarfyrirtæki tekur þú helst mark á?

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Engu þeirra 85,4%

Gallup 8,8%

Prósent 4,2%

Maskínu 1,8%

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila