Könnun: Telja að Bjarni haldi formannssætinu

Meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu telja að Bjarni Benediktsson haldi formannssætinu og sitji því áfram sem formaður flokksins eftir formannskjörið sem fram fer næstu helgi. Þetta kom í ljós í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni á síðasta sólarhring. 

Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi í dag en þessari könnun var spurt: 

Hvor telur þú að verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins? Niðurstaðan var eftirfarandi:

Bjarni Benediktsson 52,3%

Guðlaugur Þór Þórðarson 47,7

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila