Meirihluti þeirra sem þátt tók í skoðanakönnun Útvarps Sögu telur að Guðrún Hafsteinsdóttir dómamálaráðherra muni vísa kröfu ríkissaksóknara um tímabundna brottvikningu Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara frá. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni á síðasta sólarhring.
Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi en í þessari könnun var spurt: Hvað telur þú að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra geri í máli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara?
Niðurstaðan var eftirfarandi:
Hún mun vísa málinu frá: 57,3%
Hún mun ekki víkja honum úr starfi tímabundið: 19,4%
Hún mun gera við hann starfslokasamning: 10,1%
Hún mun skipa sáttanefnd í málinu: 9,7%
Hún mun víkja honum úr starfi tímabundið: 3,5%