Könnun: Telja að ríkisvaldið eigi ekki að styrkja fréttastofur einkarekinna fjölmiðla

Skiptar skoðanir virðast um hvort rétt sé að íslenska ríkið eigi að styrkja fréttastofur einkarekinna fjölmiðla með fjárframlagi, og telur meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu að ekki sé rétt að ríkið stykri fjölmiðla með þeim hætti. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni um helgina. Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi í dag en í þessari könnun var spurt: Á ríkið að veita fé til fréttastofa einkarekinna fjölmiðla?. Niðurstaðan var eftirfarandi:
Nei 52,7%
Já 42,1%
Hlutlaus 5,2%

Athugasemdir

athugasemdir

Deila