
Afgerandi meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu vilja sjá Ragnar Þór áfram í formannssæti VR. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni á síðasta sólarhring. Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi en í þessari könnun var spurt: Hvern vilt þú sjá sem næsta formann VR? Niðurstaðan var eftirfarandi:
Ragnar Þór Ingólfsson 82,5%
Elvu Hrönn Hjartardóttur 11,5%
Einhvern annan 5,7%
Greidd atkvæði: 768