Það var kátt í höllinni í Stokkhólmi í gær, þegar Svíþjóð og Carl XVI Gustaf Svíakonungur héldu upp á 50 ára afmæli tímabils hans sem konungs og þjóðhöfðingja Svíþjóðar. Tignir gestir frá konungadæmum Noregs og Danmerkur ásamt þjóðarleiðtogum Finnlands og Íslands voru aðalgestir auk háttsettra sænskra leiðtoga eins og forseta sænska þingsins og forsætisráðherra Svíþjóðar. Öll konungsfjölskyldan mætti til hátíðahaldanna og sat krónuerfinginn, Vikcoria Désirée við hlið forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannssonar við háborðið.
Svíakonungur bauð gesti velkoma í ríkissal sænsku konungshallarinnar í Stokkhólmi og sagði þá meðal annars:
„Það er mér mikil ánægja að bjóða ykkur öll velkomin í Ríkissalinn í konungshöllinni. Fyrir 50 árum stóð ég hér í fyrsta skipti sem konungur Svíþjóðar. Tilfinningar mínar til embættisins eru þær sömu í dag og þá:
Stolt, þakklæti og auðmýkt.
Að hafa fengið að vera fulltrúi lands sem er staðfast lýðræði, friðsælt og opið ríki, er gjöf. Og það er mikill heiður, að þjóðhöfðingjar hinna Norðurlandanna eru með okkur hér í kvöld. Það markar traust okkar og sameiningu hvert við annað. Enginn konungur í Svíþjóð hefur notið þeirra forréttinda að vera við völd eins lengi og ég. Og fjölskyldutengslin eru sterk þessa dagana. Sérstaklega hugsa ég til afa míns, Gústafs VI. Adolfs, sem vann að því að efla landið okkar allt fram á síðasta aldursárið á níræðisaldri.“
„Það er mikill ávinningur að geta vera hlekkur í langri keðju. Með kærleika og trausti lít ég á hollustu Viktoríu krónprinsessu í verkefninu að vera fulltrúi Svíþjóðar. Hlutverk mitt sem konungur er að standa fyrir því gamla og samtímis mæta því nýja með opnum faðmi. Það var það sem ég setti mér, þegar ég tók upp kjörorðið: „Fyrir Svíþjóð í tíðinni.“
Þremur árum eftir að ég tók við embætti fékk Svíþjóð drottningu. Ég hefði aldrei getað fengið betri lífsförunaut. Ég er svo glaður, hamingjusamur og hrifin af störfum hennar fyrir land okkar allra í öll þessi ár.
Öll þið hérna inni eru fulltrúar ólíkra hluta sænska samfélagsins. Ég vil þakka ykkur og öllum Svíum sem hafa sýnt störfum mínum svo mikinn stuðning, traust og þakklæti á þeim 18.262 dögum sem liðnir eru, TAKK! Og enn og aftur hjartanlega velkomin! SKÁL“
Krónprinsessan Viktóría, forseti þingsins Andreas Norlén og forsætisráðherra Svíþjóðar Ulf Kristersson fluttu öll ræðu
Krónprinsessan sagði m.a. í ræðu sinni:
„Elsku pabbi. Þú hefur öflugan innri áttavita sem leiðir þig. Þú veist að landslagið breytist með tímanum: Að gömul kort eiga ekki alltaf við. Þá verður að velja aðra leið – það sem skiptir máli er að stöðugri stefnu sé haldið.“
„Á þeirri hálfu öld sem þú hefur verið konungur hefur landið okkar þróast, samfélag okkar hefur tekið miklum breytingum. Þú hefur gætt þess að fylgjast með samtímis sem þú hefur verndað hefðina. Fyrir Svíþjóð í tíðinni.“
H.K.H. Krónprinsessan