Konungur í 50 ár – myndir frá hátíðahöldunum í Stokkhólmi


Það var kátt í höllinni í Stokkhólmi í gær, þegar Svíþjóð og Carl XVI Gustaf Svíakonungur héldu upp á 50 ára afmæli tímabils hans sem konungs og þjóðhöfðingja Svíþjóðar. Tignir gestir frá konungadæmum Noregs og Danmerkur ásamt þjóðarleiðtogum Finnlands og Íslands voru aðalgestir auk háttsettra sænskra leiðtoga eins og forseta sænska þingsins og forsætisráðherra Svíþjóðar. Öll konungsfjölskyldan mætti til hátíðahaldanna og sat krónuerfinginn, Vikcoria Désirée við hlið forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannssonar við háborðið.

Svíakonungur bauð gesti velkoma í ríkissal sænsku konungshallarinnar í Stokkhólmi og sagði þá meðal annars:

„Það er mér mikil ánægja að bjóða ykkur öll velkomin í Ríkissalinn í konungshöllinni. Fyrir 50 árum stóð ég hér í fyrsta skipti sem konungur Svíþjóðar. Tilfinningar mínar til embættisins eru þær sömu í dag og þá:

Stolt, þakklæti og auðmýkt.

Að hafa fengið að vera fulltrúi lands sem er staðfast lýðræði, friðsælt og opið ríki, er gjöf. Og það er mikill heiður, að þjóðhöfðingjar hinna Norðurlandanna eru með okkur hér í kvöld. Það markar traust okkar og sameiningu hvert við annað. Enginn konungur í Svíþjóð hefur notið þeirra forréttinda að vera við völd eins lengi og ég. Og fjölskyldutengslin eru sterk þessa dagana. Sérstaklega hugsa ég til afa míns, Gústafs VI. Adolfs, sem vann að því að efla landið okkar allt fram á síðasta aldursárið á níræðisaldri.“

Konungur lyftir skál og býður fulltrúa sænska ríkisins, léna og sveitarfélaga velkomna í höllina. (Mynd © Clement Morin, Konungshúsið).


„Það er mikill ávinningur að geta vera hlekkur í langri keðju. Með kærleika og trausti lít ég á hollustu Viktoríu krónprinsessu í verkefninu að vera fulltrúi Svíþjóðar. Hlutverk mitt sem konungur er að standa fyrir því gamla og samtímis mæta því nýja með opnum faðmi. Það var það sem ég setti mér, þegar ég tók upp kjörorðið: „Fyrir Svíþjóð í tíðinni.“

Þremur árum eftir að ég tók við embætti fékk Svíþjóð drottningu. Ég hefði aldrei getað fengið betri lífsförunaut. Ég er svo glaður, hamingjusamur og hrifin af störfum hennar fyrir land okkar allra í öll þessi ár.

Öll þið hérna inni eru fulltrúar ólíkra hluta sænska samfélagsins. Ég vil þakka ykkur og öllum Svíum sem hafa sýnt störfum mínum svo mikinn stuðning, traust og þakklæti á þeim 18.262 dögum sem liðnir eru, TAKK! Og enn og aftur hjartanlega velkomin! SKÁL“

Krónprinsessan Viktóría, forseti þingsins Andreas Norlén og forsætisráðherra Svíþjóðar Ulf Kristersson fluttu öll ræðu

Krónprinsessan sagði m.a. í ræðu sinni:

„Elsku pabbi. Þú hefur öflugan innri áttavita sem leiðir þig. Þú veist að landslagið breytist með tímanum: Að gömul kort eiga ekki alltaf við. Þá verður að velja aðra leið – það sem skiptir máli er að stöðugri stefnu sé haldið.“

„Á þeirri hálfu öld sem þú hefur verið konungur hefur landið okkar þróast, samfélag okkar hefur tekið miklum breytingum. Þú hefur gætt þess að fylgjast með samtímis sem þú hefur verndað hefðina. Fyrir Svíþjóð í tíðinni.“

H.K.H. Krónprinsessan

Krónprinsessan Viktoria, Andreas Norlén forseti sænska þingsins t.v. og Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar t. h. fluttu öll ræðu og lofuðu störf konungs í þá hálfa öld sem hann hefur verið við völd. (Mynd Viktoria © Clement Morin Konungshúsið. Myndir Andreas og Ulf skjáskot SVT).
Séð yfir hluta veislusalarins frá háborðinu. (Mynd © Clement Morin, Konungshúsið).
Svíakonungur og Danadrottning höfðu um margt að ræða. (Mynd © Clement Morin, Konungshúsið).
Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson var borðsfélagi Victoriu krónprinsessu, sem hann hefur hitt mörgum sinnum áður í samskiptum Íslands og Svíþjóðar. (Mynd skjáskot SVT).
Háborðið með þjóðarleiðtogum Norðurlandanna fimm, Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur, Finnlands og Íslands. Sænska konungshúsið metur mikils hin norrænu bönd eins og kemur sífellt fram í hlýju – sérstaklega gagnvart Íslandi. (Mynd skjáskot SVT).
Vaktaskipti í hallargarðinum. (Mynd skjáskot SVT).
Uppstilling í hallargarðinum. Mannfjöldinn horfir á. (Skjáskot SVT).
Nokkrir af hinum tignu gestum á svölum hallarinnar, þegar vaktskiptin fóru fram á innri hallargarðinum. Sjá má forsetahjón Íslands, Hr. Guðna Th. Jóhannesson og Frú Elizu Reid t.v. á myndinni (skjáskot SVT).
Forsetahjón Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson og Frú Eliza Reid. (Skjáskot SVT).
Þjóðarleiðtogar Norðurlandanna fimm: Frá vinstri: Sauli Niinistö, forseti Finnlands, Margarethe II Danadrottning, Konungur Svíþjóðar Karl 16. Gústaf, Harald V, Noregskonungur og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. (Mynd © Ingemar Lindevall, Konungshúsið).
Opinber afmælismynd af sænska kónginum til fagnaðar árinu 2023. Andlitsmyndin er einnig grunnur að frímerki sem gefið er út í tengslum við afmælisárið. Myndin sýnir Svíakonung í Ríkissalnum í konungshöllinni. Við hlið konungs er silfurhásæti frá krýningu Kristínar drottningar árið 1650. Konungur klæðist einkennisbúningi aðmíráls með hlekkjum Serafimorðunnar, Sverðsorðunnar, Norðurstjörnuorðunnar og Vasarorðunni. Um hálsinn ber konungur merki stórforingja Dannebrogsorðunnar, sem aðeins er veitt nánustu ættingjum danska konungsins. (Mynd © Thron Ullberg, Konungshúsið).
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila