Kosningafjör á Útvarpi Sögu

Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson brugðu á leik með hlustendum Útvarps Sögu í dag í tilefni forsetakosninganna á morgun og spurðu hlustendur hvern af frambjóðendunum þeir ætluðu að kjósa. Voru símalínurnar rauðglóandi í þrjár klukkustundir þar sem hlustendur greindu frá atkvæði sínu.

Þá voru einhverjir hlustendur sem greindu frá því að þeir ætluðu að skella sér á kosningavökur frambjóðenda og sem dæmi má nefna einn hlustandann sem ætlaði að kíkja á Ásdísi Rán sem heldur sína kosningavöku á Dash en þar má búast við fjöri enda Ásdís þaulvön að halda glæsilegar galaveislur.

Einnig ræddu nokkrir hlustendur um áhyggjur sínar af spillingunni á Íslandi og áhrif hennar á stjórnmálin hér á landi.

Hlusta má á fjörugar umræður í þættinum í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila