Síðastliðinn þriðjudag var Guðrún Kristín Ívarsdóttir gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur þar sem Guðrún Kristín spáði fyrir um ýmis mál líðandi stundar. Í þættinum var einnig rætt um forsetakosningarnar en ákveðið var í þættinum að ljóstra ekki upp um spá Guðrúnar fyrr en nú á kvöldi kjördags þegar búið væri að loka kjörstöðum og því var spáin um úrslit kosninganna tekin upp rétt eftir að útsendingu lauk og er nú birt hér. ATH. að hér að aðeins um samkvæisleik að ræða.
Óvænt úrslit
Í þættinum á þriðjudag sagði Guðrún Kristín að úrslitin myndu koma á óvart og að næsti forseti Íslands yrði kona. Úrslitin komi ekki í ljós fyrr en við talningu utankjörfundaratkvæða. Eftir þáttinn var tekið upp hvað Guðrún Kristín telur að verði niðurstaða kosninganna.
Segir að Halla Hrund Logadóttir verði næsti forseti
Guðrún Kristín segir að hún sjái Höllu Hrund Logadóttur fara með sigur af hólmi í kosningunum og segir hún muninn á Höllu og þeim sem lendir í öðru sæti, sem sé Katrín Jakobsdóttir, þó nokkurn en erfitt sé þó að segja til um prósentutölur. Hún segir að það sé örugglega kona sem sé ljóshærð og með vel axlarsítt hár og henni finnist það vera Halla Hrund en lýsingin eigi að sumu leyti við Höllu Tómasdóttur. Hún telji öruggt að þetta sé yngri konan sem sé Halla Hrund.
Katrín verður efst samkvæmt fyrstu tölum
Aðspurð um hvað hún telji að ráði úrslitum um að Halla Hrund vinni kosningarnar segir Guðrún að hún telji að skoðanakannanir hafi haft eitthvað að segja því fólk hafi ekki geta hugsað sér að Katrín Jakobsdóttir yrði forseti og því hafi þeir valið Höllu Hrund sem næsta kost. Hún segir að úrslitin fari að skýrast þegar líða tekur á nóttina og nánar tiltekið þegar farið verður að telja þau atkvæði sem greidd voru utankjörfundar. Hún segir að í fyrstu tölum þá verði það Katrín sem verði efst og svo verði lengi framan af en taki svo að breytast.
Hlusta má á spána í spilaranum hér að neðan og heyra nánar um úrslitin og í hvaða sæti frambjóðendur verða.