Kosningavélarnar biluðu flestar í kjördæmum þar sem repúblikanar eru sterkir – „Munum byrja á því að henda þessum vélum“

Vegna bilana í kosningavélum sem tilkynnt var um skömmu eftir að kjörstaðir voru opnaðir í Arizona, þá mynduðust miklar biðraðir við kjörstaði og sögur ganga um að margir hafi í reiði hætt við að kjósa. Kari Lake frambjóðandi repúblikana til fylkisstjóra segist örugg með sigur og muni byrja á því að henda þessum vélum og endurskoða kosningakerfið (mynd skjáskot Twitter).

Að minnsta kosti 650 þúsund atkvæði ótalin vegna „bilaðra“ kosningavéla

Enn eitt kosningahneykslið er í gangi í Arizona í Bandaríkjunum en kosningavélar kjörstaða skiluðu um 20% kjörseðla til baka til kjósenda í stað þess að taka við atkvæðunum til talningar. Mynduðust gríðarlegar biðraðir við kjörstaði, þegar fólk þurfti að bíða eftir að komast inn vegna ástandsins eins og sjá má á myndböndum neðar á síðunni. Var kjósendum ráðlagt að fara á aðra kjörstaði en mjög margir kjósendur fóru vonsviknir heim án þess að geta kosið.

Kari Lake, ríkisstjóraframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Arizona, var í viðtali hjá Tucker Carlson í gærkvöldi. Hún sagðist vera örugg með sigurinn en mynd sem birtist á skjánum sýndi keppinaut hennar Katie Hobbs frá demókrötum hafa nauma yfirhönd þá stundina. Kari Lake var ekki ánægð með það, að ekki hefði verið hægt að telja 650 þúsund atkvæðaseðla sem fólk reyndi að mata í kosningavélarnar, sem skiluðu þeim til baka. Hún sagði:

„Ég er 100% viss um að ég muni vinna. Spurningin er hversu mikið. Trúirðu þessu, Tucker? Við erum enn með 650.000 atkvæði sem hafa ekki verið talin. Og giskaðu hverjir þessir kjósendur eru? Það er fólkið sem mætti á kjördag. 275.000 þeirra eru fólk sem kom með atkvæðaseðilinn sinn á kjördag, vegna þess að þeir treysta ekki póstinum og þeir treysta ekki póstkössunum. Svo giskaðu hverjir þessir kjósendur eru? Þeir eru kjósendur okkar. Og við erum undir með nokkur þúsund atkvæði núna. Þegar þessi atkvæði koma inn munum við sjá marga frjálslynda fara á taugum.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila