Vildi eingöngu vekja upp málefnalega umræðu en ummælin voru tekin úr samhengi í DV

Kristinn Sigurjónsson rafmagns og efnaverkfræðingur

Ummæli Kristins Sigurjónssonar á Karlmennskuspjallinu á Facebook sem leiddu til brottreksturs hans úr starfi lektors í HR voru eingöngu ætluð til þess að vekja upp málefnalega umræðu um samskipti kynjanna en voru tekin úr samhengi í DV. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kristins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Kristinn bendir á að hann hafi einfaldlega stungið upp á því í ummælunum að setja vinnustaði upp á sama hátt og Hjallastefnan sé sett upp, í þeim tilgangi meðal annars að koma í veg fyrir falskar ásakanir af hálfu kvenna, í ummælunum hafi hann ekki verið að tala illa um konur

en DV tók þetta úr öllu samhengi og því haldið þar fram að ég hafi verið að tala illa um konur, ég hef hingað til ekki upplifað það að þegar verið sé að ræða um ofbeldismenn að verið sé að tala illa um karlmenn almennt“ segir Kristinn.

Hann telur að rætur upsagnarinnar megi rekja til áralangrar baráttu hans fyrir jöfnum rétti barna til beggja foreldra sem sé þyrnir í augum öfgafeminista

ég vil meina að það sé hin raunverulega ástæða„. segir Kristinn.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila