
Það er lágmark að Bjarni Benediktsson fjármála og efnahagsráðherra stígi fram og geri þinginu grein fyrir ástæðum þess að hann vilji ekki birta skýrslu Sigurðar Þórðarsonar fyrrum ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðbjörns Guðbjörnssonar stjórsýslufræðings og óperusöngvara í þættinum Fréttir vikunnar í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.
Guðbjörn segir að það sem lítið hafi komið fram um málið sé frekar erfitt að tj´sig um það en segir að það færi best á því að ef það hafi verið gerð mistök í málinu, að menn þá standi upp og séu bara heiðarlegir og segi frá mistökunum.
Hann bendir á að í kringum hrun hafi ýmsir hlutir gerst sem erfitt sé að vinda ofan af.
„en ég get tekið undir það að það væri örugglega best að sýna bara á spilin í þessu máli, það er að minnsta kosti lágmark að ráðherra geri þinginu grein fyrir því að ekki sé hægt að birta þessa skýrslu og mér finnst að þingið eigi að ganga á eftir því að fá hana bara afhenta því það hefur völd til þess. Það sýndi sig í hruninu eg eftir hrun að þingið og þingnefndir getur farið fram á svona upplýsingar, það þarf þá bara að koma einhverju ferli af stað og ganga virkilega á eftir þessu en það þarf reyndar þá að hafa þingmeirihluta fyrir því og ég veit ekki svo sem hvort hann sé til staðar“segir Guðbjörn.
Hann segir of snemmt að fullyrða hvort það sé leyndarhyggja sem einkenni málið.
„það geta verið einhver atriði þarna sem þyrfti að skoða en þar sem maður þekkir ekki innihald skýrslunnar og veit ekki mikið um málið þá sér svolítið erfitt að tjá sig um það.