Launahækkanir til þeirra sem þurfa ekki á því að halda skapar verðbólgu

Almennar launahækkanir koma aldrei í staðinn fyrir öflugt velferðarkerfi og aðgengilegan húsnæðismarkað og ef menn ætla að setja fram hóflegar kröfur í kjaraviðræðum þá sé nauðsynlegt að velferðarkerfið verði gert öflugra á móti sem og félagslega húsnæðiskerfið. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kristrúnar Frostadóttur formannns Samfylkingarinnar í síðdegisutvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Kristrún bendir á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi sjálfur vitnað í að mikill stöðugleiki og væri á vinnumarkaði og skynsamlegri launahækkanir á öðrum norðurlöndum og segir Kristín að það sé vegna þess að það sé vegna þess að þar sé velferðarkerfið mun sterkara en hér á landi.

„þar er líka samtryggingin sterkari og þó húsnæðisverð hafi hækkað þar þá er félagslegur húsnæðismarkaður þar stærri og því eru viðkvæmustu hóparnir mun verndaðri þar en hér“

Hún segir að ef ráðamenn hér ætli að horfa til hinna norðurlandanna og hóflegri launahækkana eins og þar tíðkist verði velferðarkerfið að spila með.

„og það er miklu betri leið til þess að ná tökum á verðbólgu og hemja spennuna í hagkerfinu að fara í sértækar aðgerðir á vegum ríkisins. Aðgerðir þar sem hægt er að beina vaxtabótum til þeirra sem þurfa, barnabótum og húsaleigubótum. En ef farið er í almennar prósentuhækkanir þá er alltaf hætta á að það séu hópar sem fái launahækkanir sem ekki þurfi á þeim að halda og það skapar verðbólguna“segir Kristrún.

Hún segir að það ríki ákveðið skilningsleysi hjá stjórnvöldum hvað það sé sem valdi verðbólgunni í raun.

„spennan í dag á vinnumarkaði, verðbólgan og staðan á húsnæðismarkaði kemur til vegna þess að velferðarkerfið okkar er ekki nægilega sterkt og af því að það er aðgerðarleysi gagnvart því að dempa höggið getur orðið til þess að spírallinn vindi upp á sig því miður“segir Kristrún.

Hlusta má á þáttinn hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila