Lavrov: Vesturlönd á barmi „raunverulegs stríðs“ við Rússland

„Markmið Vesturlanda hefur lengi verið að eyðileggja Rússland og nú eru þau á barmi „raunverulegs stríðs“ við landið“ segir Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að sögn Swebbtv. Vesturveldin halda áfram að dæla vopnum inn í Úkraínu. Það er eina leiðin til friðar, er ítrekað haldið fram.

Pål Jonson (M) varnarmálaráðherra Svíþjóðar fullyrti í gær, að það væri „hörmung fyrir okkur“ ef Rússar vinni stríðið í Úkraínu. Á samfélagsmiðlum bendir einn á að „við“ í þessu tilfelli „eru hvorki ég né almenningur.“ Hins vegar virðist „valdaelítan“ hafa áhyggjur af niðurstöðunni.

Að sögn Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er ekki lengur rétt að kalla átökin í Úkraínu „umboðsstríð“ milli Rússlands og Nató. Þetta snýst núna frekar um „nánast raunverulegt“ stríð á milli Rússlands og Vesturlanda og þetta „hafa vesturveldin verið að undirbúa í langan tíma gegn Rússlandi“ fullyrðir hann.

Vesturlönd styðja eða hafa lokað augunum fyrir öllu „and-rússnesku“ sem Úkraína hefur tekið þátt í, þar á meðal „nýnasistagöngum með hakakrossum og táknum bannaðra nasistadeilda sem eru haldnar um allt land.“ Sergey Lavrov segir:

„Vesturlönd vita vel, að úkraínska stjórnin sprengir vísvitandi borgir með hjálp vestrænna vopna. Úkraínskir ​​leiðtogar hafa breyst í „stríðsforseta“ og „rússófóbíska leiðtoga“ eftir valdaránið 2014.“

Samtímis segir Sergey Lavrov, að Rússar séu áfram opnir fyrir viðræðum við Úkraínu og bendir á, að þeir sem útiloki samningaviðræður, geri lausnina bara erfiðari. Rússar styðja friðarviðræður, að sögn rússneska utanríkisráðherrans.

Deila