Leggja til breytingar á reglugerð um höfuðlénið .eu

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur lagt í samráðsgátt stjórnvalda fyrirhugaðar breytingar á reglugerð um höfuðlénið .eu en lénið er yfirleitt notað sem höfuðlén í löndum Evrópusambandsins.

Breytingarnar gera ráð fyrir að innleidd verði framkvæmdarreglugerð ESB sem hefur að geyma lista yfir .eu lénsheiti, sem tekin hafa verið frá eða lokað fyrir.

Í framkvæmdarreglugerðinni er komið á lista yfir lénsheiti sem eru frátekin eða skal ekki skrá undir .eu höfuðléninu. Í A-hluta viðaukans við framkvæmdarreglugerðina er að finna lista yfir heiti sem eru frátekin af aðildarríkjum ESB og samningsaðilum EES-samningsins. Alls hefur Ísland tekið frá 189 íslensk heiti, t.d. ísland.eu, reykjavík.eu og vatnajökull.eu.

Ákvæði um höfuðlénið .eu er að finna lögum um íslensk höfuðlén. Með reglugerð um .eu höfuðlénið voru innleidd ákvæði reglugerðar sem framkvæmdarreglugerðin byggir á. Lagt er til að framkvæmdarreglugerðin verði innleidd með breytingu á reglugerð um .eu höfuðlénið á þann hátt að nýjum staflið (d) verði bætt við 2. gr. reglugerðarinnar, um innleiðingu framkvæmdarreglugerðarinnar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila