Leiknum lokið? – „Við erum búnir, við getum ekki unnið, við verðum að komast út“ – RAND skýrslan

Andrew Napolitano t.v. ræðir um nýja skýrslu hugveitunnar RAND við Scott Ritter, fyrrverandi eftirlitsmanns Sameinuðu þjóðanna, t.h. (mynd skjáskot YouTube).

Getur ný skýrsla RAND-hugveitunnar um Úkraínustríðið, sem í grundvallaratriðum talar fyrir skjótum endalokum stríðsins, leitt til stefnubreytingu af hálfu Bandaríkjanna og Vesturlanda? Í viðtali við lögfræðinginn Andrew Napolitano, segir Scott Ritter, fyrrverandi eftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna, að skýrslan sé „kanarífuglinn í námunni“ og sé merki um breytingar.

Andrew Napolitano spyr Scott Ritter hvort vesturveldin telji sig enn geta komið á stjórnarskiptum í Rússlandi með stríðinu í Úkraínu. Stærstu vísbendingu um svarið, er að sögn Ritter að finna í nýrri skýrslu bandarísku hugveitunnar RAND „Að komast hjá löngu stríði“ (avoiding a long war), sjá neðar á síðunni. Í skýrslunni er talað um að stríðinu verði að ljúka eins fljótt og auðið er. Stríðið skaðar Bandaríkin of mikið. Scott Ritter segir:

„Árið 2019 skrifaði RAND skýrslu, sem sagði að besta leiðin til að sundra Rússlandi væri að fara í gegnum Úkraínu. Og þess vegna var það stefna Bandaríkjanna.“

Nýja skýrslan þvervendir og segir núna að Bandaríkin verði að taka sig út úr stríðinu, því ekki sé hægt að vinna það

„RAND var að ljúka við nýja skýrslu sem segir: Við verðum að komast út úr þessu. RAND er eins og kanarífuglinn í námunni. RAND segir núna að við séum búnir, við getum ekki unnið, við verðum að komast út – svo gerðu það. Ef RAND segir það, þá er það vegna þess að einhver sagði þeim að skrifa skýrslu sem segir það, svo að síðan sé hægt að hafa áhrif á stefnuna.“

Svo mikil áhrif hefur RAND að sögn Ritter. Hvers vegna hafa stjórnmálamenn aðeins reynt að magna stríðið í Úkraínu svona lengi? Þannig vinna stjórnmálamenn. Þeir þora ekki að játa sig sigraða. Þeir verða að því er virðist brjálaðir í staðinn. Svipað gerðist í Afganistan. En á endanum fóru Bandaríkin engu að síður út – í sárum ósigri.

Stríðið hefur bara gert Rússland sterkara

„Bandarískum stjórnmálamönnum er sama um siðferði. En þeir segja, að þeim sé annt um þjóðaröryggi. Allt sem við höfum gert núna er gerir Rússland sterkara og Nató veikara. Ég segi það aftur: Við höfum gert Rússland sterkara – og ekki lítið sterkara, heldur ákaflega miklu sterkara. Rússar eru með allt annan her í dag miðað við fyrir ári síðan. Á sama tíma eru Bandaríkin og Nató miklu veikari.“

Sjá viðtalið í heild sinni á myndbandinu hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila