Lést eftir að rafskutlu var ekið á hópferðabifreið

Karlmaður á þrítugsaldri lést eftir að hann ók rafskutlu sinni á hópferðabifreið á horni Barónsstígs og Grettisgötu.

Farþegum hópferðabifreiðarinnar var boðið upp á áfallahjálp hjá Rauða krossinum. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar tildrög slyssins ásamt Rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila