Lést í umferðarslysi í miðborginni

Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi á mótum Lækjargötu og Vonarstrætis í Reykjavík á öðrum tímanum eftir hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Í tilkynningunni segir að slysið hafi orðið á þann hátt að sendibifreið og lyftari hafi lent saman, en tilkynning um slysið barst lögreglu kl. 13.23. Ökumaður sendibifreiðarinnar var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.

Ekki verður greint frá nafni hins látna að svo stöddu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila