Lét Ursulu von der leyen heyra það þegar hún var endurkjörin – „Þú átt heima í fangelsi“

Ewa Hernik einn fulltrúi Póllands á Evrópuþinginu lét Ursulu von der leyen heldur betur heyra það í ræðu á Evrópuþinginu rétt áður en tilkynnt var um endurkjör Ursulu.

Í ræðu sinni benti Ewa á að Urusla væri andlit innflytjendastefnu ESB og spurði Ursulu við það tækifæri hvernig það mætti vera að Ursula skammaðist sína ekki fyrir að stuðla að ástandi sem leiði til þess að milljónir kvenna og barna um alla Evrópu upplifðu ógn á götum eigin borga og lét þau orð falla að Ursula ætti heima í fangelsi en ekki í framkvæmdastjórn ESB.

„Þú ber ábyrgð á hverri nauðgun, hverju árásarbroti og hverju harmleiksatviki sem stafar af innflutningi ólöglegra innflytjenda“ sagði Ewa.

Þá sagði benti Ewa að Ursula væri einnig andlit Evrópska efnahagskerfisins sem og landbúnaðarkerfisins og væri að eyðilegga bæði kerfin og bætti svo við:

„Þú ert andlit loftslagsbrjálæðisins í ESB sem leiðir til þess að Evrópubúar verða fátækari og fátækari“

Sjá má myndband frá ræðu Ewu hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila