Leyndin í aðdraganda sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka var megin vandamálið

Leyndin í aðdraganda seinni sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka allt þar til hún hófst var megin vandamálið við söluna og því fór sem fór. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Sigmundur segir að á söludaginn um klukkustund eftir að markaðir lokuðu hafi birst frétt á mbl þar sem tilkynnt hafi verið að salan væri hafin og að henni myndi ljúka innan skamms. Þannig hafi aðeins þeir sem sáu umrædda frétt auk þeirra sem höfðu fengið ábendingar um söluna vitað af henni. Af því leiddi að málið fór að vekja athygli og áhyggjur, og þá fór fólk að fá á tilfinninguna að það hefðu ekki allir jafnan aðgang að upplýsingum hvað söluna varðaði. Menn höfðu þá réttlætt ferlið með því að þetta væri bara önnur söluaðferð sem felst í því að leita til einhverra fagaðila í fjárfestinum í stað þess að vera með opið útboð. Niðurstaðan í þessum seinni áfanga hafi svo verið sú að hluturinn yrði á 117 krónur á hlut en hins vegar hafði niðurstaðan í fyrri áfanganum verið miklu lægri.

Verðið á hlut í seinna útboði hafi verið réttlætt með því að menn hafi viljað hafa þessa erlendu fjárfesta inni en svo hefðu nokkrir þeirra selt aftur strax eftir söluna til íslenskra lífeyrissjóða á mun hærra verði og þannig hirt mismuninn.

Aðspurður um hvað Miðflokksmenn segi um það aðtriði í málinu segir Sigmundur að hann hefði spurt um þetta á nefndarfundi þar sem skýrsla Ríkisendurskoðunar var kynnt, meðal annars um hversu vel hefði haldist á þeim fjárfestum sem voru valdir til þess að kaupa í þessari fyrstu umferð og það virtist ekki liggja fyrir en þó var vitað að nokkrir hefðu fljótlega farið út eftir útboðið.

„ég veit ekki hvort það komi fram í þessari framhaldsathugun Fjármálaeftirlitsins en að minnsta kosti er eitthvað á reiki hverjir þeirra sem að keyptu þarna voru taldir mikilvægir fjárfestar að því marki að það væri fengur að því að halda þeim inni“

Lindarhvolsmálið annað dæmi um að skort á gagnsæi í sölu ríkiseigna

Sigmundur segir Lindarhvolsmálið enn eitt dæmið um skortin á gagnsæi við sölu á ríkiseignum. Lindarhvoli hafi verið falið það hlutverk að selja eignir úr slitabúi bankanna og hámarka virði þeirra en líkt og í Íslandsbankamálinu hafi menn farið að kvarta yfir því að hafa ekki fengið að kaupa þrátt fyrir að hafa boðið hærra verð heldur en þeir sem hafi fengið að kaupa.

Sigmundur segir að í sinni stjórnartíð hafi hann lagt þunga áherslu á að það þyrfti að passa upp á hvernig farið yrði með þessar eigir enda verðmæti upp á núvirði um þúsund milljarða króna sem voru á við ríkisútgjöld í heilt ár sem gjörbreyttu efnahagsstöðu Íslands og unnust eftir gríðarlega baráttu sem ég hef að hluta til sagt frá hér og því sem maður mætti í þeirri baráttu, þar með talið stöðugar hótanir frá vogunarsjóðum og fleirum um að ætla að taka mig niður.

Vogunarsjóðir reyndu mútur og hótanir gegn Sigmundi

Arnþrúður benti á að á þessum tíma 2015 þegar Sigmundur var forsætisráðherra hafi menn verið sjúkir í að komast yfir ríkiseignir og þar á meðal landsbankann sem Sigmundur hafi neitað að selja. Aðspurður um hvort sú neitun hans hafi orðið til þess að ráðist hafi verið að honum með þeim hætti sem gert var segir Sigmundur að hann telji að það hafi frekar verið vegna föllnu bankanna og þeim eignum sem þar voru.

“ því var hótað að við yrðum sett til hliðar ef við hlýddum ekki og ég fékk heimsóknir frá sendiherrum og ég fékk heimsóknir frá fulltrúum þessara aðila, vogunarsjóða hér á Íslandi og það voru ýmsar leiðir notaðar til þess að reyna að sannfæra mann, fyrst með kurteisum hætti og það var útskýrt fyrir manni að það væri best fyrir Ísland að ná samningum sem allir væru sáttir við, svo eins og ég hef sagt frá áður hér, tilraun til þess að leysa málið með greiðslu sem enginn þyrfti að heyra af og svo loks komu hótanir um að ef ég færi í þetta myndi ég hafa verra af“ segir Sigmundur.

Sigmundur segir þessum þrýstingi hafa verið beitt vegna þess að um stórt fordæmi var að ræða sem þessir aðilar vildu alls ekki að næði fram að ganga.

“ ef að vogunarsjóðir og bankar sem voru að reyna að hagnast á efnahagsþrengingum Íslands yrðu snúnir niður þá gat það skapað fordæmi annars staðar á öðrum tímum og það þurfti að stoppa“segir Sigmundur.

Sigmundur lét ekki undan þrýstingnum og var að lokum flæmdur úr stóli forsætisráðherra og eins og við manninn mælt var tekin alger u beygja á stefnu hans.

„það var byrjað á máli sem að varðaði tugmilljarða hagsmuni Íslands en það voru kaupin á aflandskrónum, þær krónur voru í eigu þessara erlendu fjárfesta og höfðu verið keyptar á miklum afsætti eftir hrunið í þeirri von að hægt væri að hagnast á því, svo vildu þessir aðilar fá að skipta þessum krónum á fullu verði en þá var farið í uppboðsleið á þessum krónum sem voru fastar í höftum og verið keyptar á miklum afslætti af vogunarsjóðum og fleirum. Svo er þeim stillt upp við vegg og þeim sagt að það væri vilji til þess að borga 50 sent fyrir hundrað krónur sem dæmi ogþað voru einhverjir sem tóku þátt í því og keyptu en um leið og ég var farinn þarna út að þá var hætt að reyna og þeir sem höfðu haldið lengst út og hafi ekki verið til í að taka þátt í endurreisninni með okkur fengu fullt verð fyrir sínar aflands krónur“ segir Sigmundur.

Kaup lífeyrissjóða á íslenskum hlutabréfamarkaði áhyggjuefni

Hvað varði kaup lífeyrissjóða á Íslandi á hlutum Íslandsbanka segir Sigmundur að kaup lífeyrissjóða á Íslandi á bréfum bankans sem og hlutabréfum á markaði sé áhyggjuefni því þeir séu orðnir svo stórir á hlutabréfamarkaðnum að þeir séu í fyrsta lagi í áhættu ef það koma skyndilegar sveiflur á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Í öðru lagi séu áhrif þeirra og völd innan fyrirtækja hér á landi orðin gríðarlega mikil.

„þess vegna var það hluti af planinu okkar á árinu 2017 að taka á þessu og við settum þetta í samhengi við norska olíusjóðinn sem sé af svipaðri stærðargráðu í viðmiði við norskt samfélag álíka stór og lífeyrissjóðirnir eru hér á landi, en Norski olíusjóðurinn átti þá yfir 1% allra skráðra hlutabréfa í heiminum“segir Sigmundir.

Hann segir að því hafi hann sett upp dæmi þar sem fólk gæti ímyndað sér völd sjóðsins ef hann myndi eingöngu fjárfesta í Noregi og hvort vald hans í samfélaginu og álitamál vegna þeirra yrðu ekki gífurleg.

Það sé einmitt ástæðan fyrir því að sjóðurinn fjárfesti í dreifðum eignum, fyrirtækjum erlendis og styðji þannig við efnahaginn í Noregi.

„þannig ef Íslenskir lífeyissjóðir sem fjárfesta nú þegar erlendis myndu gera meira af því og fjárfesta í ólíkum eignum og gjalmiðlum og svo framvegis þá myndi það styrkja krónuna verulega, við þurfum á því að halda að lífeyrissjóðirnir séu með áhættudreifingu þannig ekki sé hætta á að allt falli samtímis ef við til dæmis lendum í efnahagshruni hér“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila