Líður eins og ég hafi brotist út úr sértrúarsöfnuði


Aleksa Lundberg, 41 árs, var lengi vel nafn í málefnum transfólks í Svíþjóð. En þegar hún opnaði hug sinn um að hún sæi eftir kynleiðréttingunni þá breyttist allt: „Ég var ekki lengur velkomin.“

Þegar blaðakonan og leikarinn Aleksa Lundberg gekkst undir kynleiðréttingu um aldamótin var hún ein af um 30 árlegum kynleiðréttingarsjúklingum í Svíþjóð. Hún vakti athygli sem fyrsti trans leikarinn sem fór í skóla fyrir leikara og varð fljótt að mikilvægri rödd í málefnum transfólks. Ekki síst í baráttu RFSL (þjóðarsamtök fyrir jafnrétti samkynhneigðra) til að afnema kröfu um ófrjósemisaðgerðir til að geta skipt löglega um kyn. Sú krafa var felld niður árið 2013. Sænska sjónvarpið SVT hefur hafið sýningar á umdeildum þáttum um Transstríðið. Aleksa Lundberg segir í viðtali við SVT:

„Ég varð hálfgerð plakatastelpa. Það gátu verið fyrirsagnir eins og „hún er trans kona – leikur í Þjóðleikhúsinu.“ Þetta kom mér inn í hina nútímalegu transhreyfingu. Síðan hefur þetta orðið að hugmyndafræði með þátttöku sífellt fleiri.“

„Svolítið ófyrirgefanlegt“

En með tímanum vöknuðu efasemdir um, hvort hún væri núna orðin raunverulega kona. Aleksa Lundberg segir:

„Heilbrigðiskerfið hefur hjálpað mér að verða eitthvað mitt á milli. Félagslega var ég þegar orðin kona en núna er ég það einnig líkamlega. Það er reyndar svolítið ófyrirgefanlegt, því ég var svo ung.“

Snéru baki við henni

Þegar hún þorði að tala opinskátt um eftirsjártilfinningar sínar fann hún, að fyrrverandi félagar hennar sneru við henni baki.

„Því meira sem ég tala um það, þá líður mér eins og ég hafi komist út úr sértrúarsöfnuði. Þetta er líklega mín leið til að loka hurðinni að því, sem ég vil ekki lengur vera hluti af.“

Aleksa Lundberg lýsir því einnig hvernig aðgerðin leiddi til líkamlegs og sálræns tjóns:

„Eftir aðgerðina hef ég fengið síendurtekið þunglyndi, glímt við geðsjúkdóma og glatað mikið af kynhvötinni. Það er líka sárt, þegar ég get borið saman hvernig fullnægingarnar voru fyrir aðgerðina og vita hversu mikið af tilfinningunni skortir, ef ég fæ fullnægingu í dag.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila