Íslenskir lífeyrissjóðir töpuðu á tímabilinu loka árs 2021 til dagsins í dag heilum 800 milljörðum króna og hefur mest af fénu tapast í gegnum erlendar fjárfestingar. Fyrir þessa fjármuni hefðu lífeyrissjóðirnir getað keypt 16.000 íbúðir. Þetta var meðal þess sem fram í máli Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur í dag.
Ragnar segir að aðallega hafi lífeyrissjóðirnir tapað fénu á erlendum hlutabréfamörkuðum. Aðspurður um hvar þeir séu að fjárfesta og hverjir fylgist með því segir Ragnar að um sé að ræða fjárfestingastefnur lífeyrissjóðanna.
„þeir eru með ákveðin vikmörk þarna það er fjárfest ákveðið mikið í erlendum eignum,verðbréfum og hlutabréfum og ríkisskuldabréfum sem og innlendum eignum og svo er þessu skipt upp í eignaflokka. Dreifingin er nokkuð mikil en það hefur bara verið erfið staða á verðbréfa og eignamörkuðum. Fyrirtækjum hafi farið að ganga illa eftir mikinn uppgangstíma og er Marel dæmi um þetta þar sem hlutabréf hafa hríðfallið“
Ragnar segir að í þessu sambandi sé gott að setja hlutina í ákveðið samhengi því lífeyrissjóðirnir hafi þráast við að koma inn á húsnæðismarkaðinn á Íslandi.
Hefðu getað fjárfest í 16.000 íbúðum fyrir þessa fjármuni
„ef við tökum þetta 800 milljarða tap sem verið hefur síðasta eina og hálfa árið og setjum það í samhengi við þann íbúðafjölda sem byggja mætti fyrir þessa upphæð þá væri hægt að byggja 16.000 íbúðir. Ef við tökum síðan heildareignir lífeyrissjóðanna sem eru 7000 miljjarðar og lífeyrissjóðirnir væru með sama hlutfall á íbúðamarkaði og þeir eru með í erlendum fjárfestingum þá myndi það gera um 14 til 15 þúsund íbúðir sem þeir gætu átt í dag ef þeir væru inn á húsnæðismarkaðnum með sambærilegum hætti “ segir Ragnar Þór.
Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan