Loftslags-Gréta gerð að heiðursdoktor – í trúarbrögðum

Sænska heimsendaspákonan Greta Thunberg fær heiðursdoktorsnafnbót við háskólann í Helsinki. Nánar tiltekið við guðfræðideild háskólans og verður Greta gerð að doktor í trúarbragðafræðum. Þetta er annað sinn sem hún hlýtur slíkan heiður, í fyrra skiptið fékk hún slíkan titil einungis 16 ára gömul af háskólanum í belgíska Mons.

Á mánudaginn tilkynnti Háskólinn í Helsinki, að 30 „hátt skrifaðir“ einstaklingar frá öllum heimshornum verði veitt heiðursdoktorsnafnbót á þessu ári, segir í frétt Hufvudstadsbladet. Í maí veitir heimspekideild ellefu einstaklingum heiðursdoktorsnafnbót. Þar á eftir útskrifar lagadeild sex heiðursdoktora í júní. Þá mun einnig guðfræðideildin, þ.e. trúarbragðafræðideildin, útskrifa átta heiðursdoktora. Meðal þeirra er sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg.

Guðfræðideildin segir á heimasíðu sinni, að deildin „mennti sérfræðinga í trúarbrögðum, heimssýn og gildum.“ Kjörorð deildarinnar eru: „Skiljið trúarbrögð – skilið heiminn!“ Í umsögn um val á Thunberg skrifar guðfræðideildin:

„Verðmæti óvæginnar og stöðugra aðgerða Gretu Thunberg fyrir framtíð lífsins hafa þegar verið viðurkennd með mörgum mikilvægum viðurkenningum og verðlaunum. Með gjörðum sínum hefur hún falið okkur öllum verkefni, sem nær út fyrir ramma hversdagsleikans og okkur ber skylda til að sinna sem meðlimir ýmissa félaga og samfélaga en umfram allt sem manneskjur.“

Einnig er bent á, að titillinn heiðursdoktor er æðsta viðurkenning sem háskólinn veitir.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila