Loftslags-Gréta og 600 börn kæra sænska ríkið – segja „blábrúna ríkisstjórn Svíþjóðar svíkja loftslagið“

Hin umdeilda loftslagsbaráttukona Greta Thunberg, ásamt 600 lærisveinum undir lögaldri, hefur lagt fram hópmálsókn fyrir dómstóla, þar sem sænska ríkinu er stefnt fyrir að hafa ekki gripið til nægilegra ráðstafana til að stöðva loftslagsbreytingar. Málssóknin er hluti af víðtæku frumkvæði lögfræðilegra aðgerða, þar sem reynt er að skekkja lýðræðið í nokkrum löndum.

Verið að afnema fullveldi þjóða í loftslagsmálum

Aðferðin að láta reyna á vilja fólksins í loftslagsmálum fyrir dómstólum er orðin algengari eftir að hópur grænna dómsdagsmanna náði árangri í Hollandi árið 2019 með málsókn sinni og tókst að fá hæstarétt landsins til að fullyrða, að ríkisstjórnin hafi lagalega skylda til að grípa til aðgerða til að vinna gegn hlýnun jarðar.

Greta Thunberg hefur áður, með yfirlýsingum og samstarfi við herská samtök eins og Extinction Rebellion, lagt áherslu á að lýðræðislegar ákvarðanir og vilji fólksins verði að víkja til hliðar til að bjarga jörðinni frá yfirvofandi glötun vegna lítillar aukningar koltvísýrings í andrúmsloftinu.

Loftslagsbaráttan utan þings er háð á tveimur vígstöðvum, annars vegar að steypa þeim ríkisstjórnum af stóli með ofbeldi, sem fylgja ekki æskilegri loftslagsstefnu. Hins vegar að endurskoða lýðræðislega teknar stjórnmálaákvarðanir fyrir dómstólum – svokölluð lagaaðför „lawfare.“ Og nýjasta framtakið í þá átt er sú hópmálsókn gegn sænska ríkinu, þar sem vonast er til að þvinga megi ríkisstjórnina til að fylgja annarri loftslagsstefnu en kjósendur hafa valið.

Stóru ríkisfjölmiðlarnir styðja pílagrímsherferðir loftlagstrúboða gegn löglega kjörnum yfirvöldum

Sænska ríkissjónvarpið SVT hafði 17 mínútna langa frétt eins og um einstakan heimsatburð væri að ræða, þegar loftslagstrúboðarnir gengu með skjal til héraðsdóms Stokkhólms, þar sem kæran var lögð fram. Meðal annars var tekið viðtal við ungan talsmann loftslagssamtakanna Aurora, sem stendur formlega að baki kærunnar. Sagt er að ríkisstjórnin brjóti bæði sænsku stjórnarskrána og mannréttindasáttmála Evrópu með því að loftslagsstefnu, sem Aurora telur að leiði til „hrapallegs slyss í loftslagsmálum.“

Að hluta til hafa stjórnmálamenn í Svíþjóð sjálfir opnað fyrir að setja lýðræði úr leik vegna loftslagsins. Annars vegar með loftslagslögum, sem sænska þingið samþykkti 2017 og binda hendur ríkisstjórnarinnar og hins vegar með undirritun alþjóðlegra samninga eins og Parísarsáttmálans. Slíkir samningar eru afsal sjálfsákvörðunarréttar Svía í loftslagsmálum.

„Blábrúna ríkisstjórnin“ gagnrýnd

En Greta Thunberg og Aurora vilja ganga enn þá lengra og takmarka lýðræðið með nýrri, harðari loftslagslöggjöf. Greta og Aurora ásamt lögfræðingum, hafa höfðað mál í tvö ár í von um að finna leiðir til að dæma aðkomu kjósenda að loftslagsmálum sem lögbrot. Það er heldur engin tilviljun, að þau biðu með að höfða mál, þar til eftir að vinstri ríkisstjórnin sagði af sér vegna dóms kjósenda og ný hægri ríkisstjórn tók við völdum. Loftslagsdómsdagsspámennirnir reyna að klína nasistastimpli á nýja ríkisstjórn Svíþjóða með því að kalla hana – blábrúna, þar sem brúni liturinn á að tákna nasismann og vegið er að Svíþjóðardemókrötum

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila