Loftslagsfræðingurinn: Fjárhagslegir hagsmunir og einelti á bak við „samstöðu“ í loftslagsmálum

Það er engin „samstaða“ þegar kemur að s.k. loftslagsbreytingum. Það segir Judith A. Curry, bandarískur prófessor og vísindamaður í loftslagsfræðum. Þessi meinta samstaða er í raun vegna fjárhagslegra hagsmuna og eineltis meðal vísindamanna.

Í fyrirspurnum í undirnefnd þingsins um geim, vísindi og samkeppnishæfni, sem hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum, efaðist bandaríska loftslagsvísindakonan, prófessor Judith Curry, mjög um núverandi sögu um „loftslagið.“

Í fjölmiðlum glóbalista er því haldið á lofti, að „loftslagsmálin“ séu útkljáð meðal vísindamanna og þeir sem hafa aðra skoðun eru hundeltir sem villutrúarmenn og „afneitunarsinnar.“ Það er engin raunveruleg umræða, sem í sjálfu sér er afskaplega óvísindalegt. Og meint samstaða um málið er eintóm sýndarmennska.

„Fyrir 2009 fannst mér það ábyrgt að styðja samstöðu IPCC (Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna) um loftslagsbreytingar. Ég keypti rökin „ekki treysta því sem einn vísindamaður segir, treystu því sem alþjóðlegt teymi þúsunda vísindamanna segir eftir margra ára vandlega íhugun.“ Allt breyttist hjá mér í nóvember 2009, eftir tölvupóstalekann um „Climategate“ sem leiddi í ljós, hvað var að gerast á bak við tjöldin og jafnframt eineltið til að skapa samstöðu.“

Vísindamenn ósammála um loftslagsbreytingar

Judith A. Curry benti á, að vísindamenn þyrftu að verða betri í gögnum og gera upplýsingar aðgengilegar almenningi og vera gagnsærri um niðurstöður sínar. Þeir þyrftu líka að verða betri í að leggja mat á óvissu og taka með vísindamenn á annarri skoðun. Eftir það var Judith hengd út sem „loftslagsvillutrúarkona.“

„Þá áttaði ég mig á því, að ég hafði fallið í gryfju hóphugsunar. Ég hafði samþykkt samstöðuna, byggða á notuðum sönnunargögnum, fullyrðingunni um samstöðu.“

Samkvæmt Judith Curry eru s.k. „loftslagsbreytingar af mannavöldum, þ.e.a.s. þær sem maðurinn á að hafa skapað, í raun kenning.“ Mikil óvissa og ágreiningur ríkir um, hvort hlýnunin stafi af mannlegum þáttum eða náttúrulegum breytingum, hversu mikið jörðin muni hlýna á 21. öldinni og hvort hlýnunin sé yfirhöfuð hættuleg.

„Við höfum verið afvegaleidd varðandi skilningi á loftslagsbreytingum, þar sem ekki hefur verið tekið nægjanlega tillit til náttúrulegra orsaka loftslagsbreytinga sérstaklega frá sólinni og langtímasveiflum í hringrásum sjávar.“

Hætta á að farið verði að líta á vísindamenn sem þrýstihóp fyrir græningja

Sögulegar upplýsingar eru af skornum skammti og ófullnægjandi, útskýrir Judith Curry. Það er ágreiningur um gildi mismunandi sönnunargagna, sérstaklega gildi loftslagslíkana. Það er ágreiningur um viðeigandi rökrænan ramma til að tengja saman og meta sönnunargögnin.

„Loftslagsvísindamenn hafa flækst í harða pólitíska umræðu sem skautar fram hjá vísindasamfélaginu. Vegna greininga minna, sem vefengja niðurstöður IPCC, hef ég verið kallaður afneitari af öðrum loftslagsvísindamönnum. Hvatir mínar eru dregnar í efa. Það er gífurlegur þrýstingur á loftslagsvísindamenn að aðlagast hinni svokölluðu samstöðu. Þessi þrýstingur kemur ekki aðeins frá stjórnmálamönnum, heldur frá fjárfestum, háskólum og fagfélögum og vísindamönnum sem sjálfir eru „grænir aðgerðarsinnar.“ Sterkir fjárhagslegir hagsmunir sem og orðspor og völd styrkja þessa samstöðu.“

Judith Curry, telur að þetta „stjórnmálaumhverfi þýði, að þess sé vænst af loftslagsvísindamönnum, að þeir mæli fyrir samdrætti losunar koltvísýrings.“ Hún bendir á, að hættan sé sú, að „heiðarlegt og hlutlægt orðspor vísindanna verði eyðilagt og farið verði að líta á vísindamenn sem enn einn þrýstihópinn.“

Hér að neðan er fyrst stuttur myndbútur úr ræðu Dr. Judith Curry og þar fyrir neðan lengri úrdráttur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila