Löfven 1. maí: “Hægri öfgastefnan þarfnast andstæðinga”

Í 1. maí ávarpi sínu í Umeå réðst Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar á hefðbundna lýðræðisflokka eins og Móderata og Kristdemókrata og kallaði þá “hægri öfgaflokka”. Beindi hann orðum að stuðningsmönnum þessarra flokka og bað þá um að snúa baki við “hægri öfgastefnunni” sem væri stærsta hættan í heiminum í dag: “Gefið þeim ekki meiri völd! Hægri öfgastefnan þarfnast andstæðinga – ekki kópíur!” Fredrik Johansson skipulagsstjóri hjá Móderötunum segir orðbragðið mjög óvenjulegt: “Að forsætisráðherra í vestrænu lýðræðisríki útmálar tvo lýðræðislega stjórnarandstöðuflokka sem hægri öfgaflokka er nánast einstakt. Löfven verður að biðjast afsökunar.” Tístir hann um málið og segir sósíaldemókrata “sýna gríðarlegt ábyrgðarleysi og vera siðferðilega gjaldþrota sem stjórnmálahreyfingu.”  Ulf Kristersson formaður Móderata segir að “Stefan Löfven  og sósíaldemókratarnir verða sér til skammar og keyra stjórnmálaumræðuna ofan í botnlaust fen.”

Stefan Löfvens sér hægri öfgaflokka út um alla Evrópu og hann vill vera í framverðarsveit ESB í hreinsunareldi gegn öllum flokkum sem styðja lýðræðislegan sjálfsákvörðunarrétt þjóða því slíkt gengur gegn stórríkishugmynd ESB.

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila