
Þýska lögreglan hefur atlögu gegn „loftslagsaðgerðasinnum“ frá samtökum sem kalla sig „Síðustu kynslóðina“ (Letzte Generation), segir í frétt ARD/Tagesschau. Hópurinn er ósáttur við loftslagsstefnu Þýskalands.
Þýska lögreglan sló til á 15 stöðum víða um landið gegn öfgahópi aðgerðarsinna gegn hamfarahlýnun. Að minnsta kosti sjö menn á aldrinum 22 til 38 ára eru grunaðir um glæpsamlegt athæfi. Þeir tilheyra allir herskáum loftslagsaðgerðarsamtökum „Síðustu kynslóðarinnar“ sem hafið hefur sig mjög frammi í mótmælum gegn yfirvöldum Þýskalands, meðal annars með því að líma sig fasta við götur og bíla og trufla umferð.
Vilja skilgreina Síðustu kynslóðina sem glæpasamtök
Í atlögu lögreglunnar á 15 stöðum var ætlun lögreglu meðal annars að finna vísbendingar um félagaskipan samtakanna. Að sögn ARD/Tagesschau eru nokkrir meðlimir Síðustu kynslóðarinnar grunaðir um að hafa stofnað glæpasamtök. Tveir grunaðir eru einnig sagðir hafa reynt að skemma olíuleiðsluna Trieste-Ingolstadt í apríl á síðasta ári. Deilt er um það í Þýskalandi, hvort flokka eigi Síðustu kynslóðina sem glæpasamtök.