Lögreglukonu í Svíþjóð bannað að gagnrýna íslömsku hryðjuverkasamtökin ISIS á Facebook

Lögreglukona í Stokkhólmi gagnrýndi íslamska hryðjuverkahópinn ISIS á facebook síðu sinni. Vinnuveitanda hennar líkaði það ekki og bað hana um að loka FB-síðu sinni vegna gruns um að hún væri rasisti. Konan leitaði til umboðsmanns dómsstóla JO, sem gagnrýnir yfirvöld fyrir að reyna að skerða stjórnarskrárbundið tjáningar- og skoðanafrelsi konunnar.

Var tilkynnt að hún hefði „öfgafullar skoðanir“

Að sögn Samnytt var konan kölluð á fund öryggiseftirlits fangelsisstofnunarinnar, þar sem hún starfaði og henni sagt að loka Facebook-síðunni svo almenningur gæti ekki séð, hvað hún væri að skrifa. Var konunni tilkynnt, að hún hefði „öfgafullar skoðanir.“

Vakin hafði verið athygli fangelsisstjórnarinnar, að starfsmaðurinn gagnrýndi íslömsku hryðjuverkasveitina ISIS, sem stjórnin taldi óviðeigandi. Einnig hafði konan deilt fréttagreinum um átökin í Miðausturlöndum, sem hægt var að túlka á þann veg, að konan hefði tekið afstöðu með Ísrael gegn palestínskum hryðjuverkamönnum.

Lögreglukonan var kölluð á nokkra fundi, þar sem hún var yfirheyrð vegna gruns um að vera rasisti. Meðal annars var hún spurð, hvernig hún gæti sinnt málum, þar sem afbrotamenn væru af öðrum kynþætti og trúar en hún sjálf.

Brot á stjórnarskrárvörðu málfrelsi

Konan upplifði þessa fundi sem óþægilega og sem tilraun vinnuveitandans, ríkisins, til að beita hana ritskoðun og brjóta gegn stjórnarskrárvörðu mál- og skoðanafrelsi hennar. Hún kærði því atvikið til umboðsmanns dómsmála JO. Í niðurstöðu sinni gagnrýnir JO fangelsismálastofnunina fyrir að hafa vegið að tjáningarfrelsi starfsmannsins. Minnir hann á að:

„Öllum er tryggt tjáningarfrelsi – og mega frjálst tjá hugsanir, skoðanir og tilfinningar, svo framarlega sem það er ekki takmarkað með lögum í tilteknum tilgangi.“

JO upplýsir fangelsismálayfirvöld um, að hvorki stjórnvöld eða aðrir opinberir aðilar mega hafa afskipti af einhverjum einstaklingi fyrir að nota tjáningarfrelsi sitt í samræmi við lög um prent- og tjáningarfrelsi. Þetta einskorðast ekki við uppsagnir, flutning, sviptingu vinnuskyldu og agaviðurlög, heldur á það einnig við um „minni áþreifanleg inngrip“ sem fela í sér tilraunir til að takmarka borgaraleg réttindi starfsmanna.

Leið illa og sagði upp starfinu

JO bendir á að Fangelsisstofnunin hafi sýnt fram á, að konan hafi á nokkurn hátt vanrækt vinnu sína vegna skoðana sinna eins og stjórnendur gáfu í skyn í samtölum við hana. Fangelsismálayfirvöld höfðu ekki gripið til neinna áþreifanlegra ráðstafana en með dulbúnum hótunum gert henni ljóst, að það fengi „afleiðingar“ ef hún héldi áfram að gagnrýna íslamska hryðjuverkamenn á Facebook.

Konunni leið illa á vinnustaðnum eftir þessar hótanir og kaus hún nokkru síðar að segja upp störfum og leita sér að annarri vinnu, sem skýrir að stjórnendur þurftu ekki að grípa til „afleiðinganna“ sem hótað var.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila