Lyfjafyrirtæki vilja ryðja fæðubótaefnum úr vegi og framleiða lyf í þeirra stað

Lyfjafyrirtæki vilja ryðja fæðubótaefnum og jurtum sem notuð eru gegn kvillum úr vegi svo þau geti framleitt lyf í þeirra stað. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðrúnar Bergmann rithöfudar og lífstílsráðgjafa í síðdegisútvarpinu í liðinni viku en hún var gestur Arnþrúðar Karldóttur.

Guðrún segir að þetta sé vegna þess að ekki sé hægt að fá einkaleyfi á náttúrulegum fæðubótaefnum og lyfjarisarnir vilji ná tangarhaldi á og ryðja úr vegi slíkum vörum og framleiða sjálfir svipaða vöru sem þeir geti verið með einkaleysi á.

Bönn við fæðubótaefnum hefur að einhverju leyti verið innleidd í Bandaríkjunum og nú liggur fyrir frumvarp um bann við fæðubótaefnun á Nýsjálenska þinginu. Bannið myndi virka þannig að fæðubótaefni yrðu bönnuð fyrir almennan markað en lyfjafyrirtæki mættu kauða slík efni og nota í sínar vörur. Þannig munu lyfjafyrirtækinná auknu fjármagni og selja nánast sömu efnin hærra verði.

Guðrún segir þetta virðist vera í samkrulli með stefnu WHO sem ætli sér að ná tökum í stjórn öllum landa heims í gegnum heilsufarssáttmála.

Hún segir mikinn valdaleik vera í gangi þar sem WHO og World Economic Forum séu að herða tökin á almenningi um allan heim.

Þau fæðubótaefni sem bannið tekur til 300 efna og jurta en þar er meðal annars Kamfóra, malurt, kanil, aloe vera, valurt, kardimommur, eggaldin, jasmin, tamarin, sinnepsfræ svo eitthvað sé nefnt. Guðrún segist ekki vita hvort afsögn Jasinda Ardern muni hafa áhrif á hvort frumvarpið sem sé í samræmi við stefnu World Economic Forum fari í gegn en afsögn hennar hefur vakið talsverða athygli því hún sé einn af þeim hátt settu embættismönnum sem verið hefur þar innandyra og hefur verið stundum nefnd the greatest young global leader.

Deila