Lykilatriði að aðrar samgöngur verði bættar samhliða borgarlínuverkefninu

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Það er algjört skilyrði og lykilatriði að ef hafist verði handa við að koma upp borgarlínu verði aðrar samgöngur í borginni bættar samhliða. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vilhjálms Árnasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Vilhjálmur segist ánægður með að þetta hafi verið samþykkt í fyrsta hluta verkefnisins sem nær til fimm ára tímabils ” þarna kemur fram okkar skýra stefna um að við styðjum fjölbreyttar samgöngur og við leggjum þunga áherslu á að einn samgöngumáti þrengi ekki að öðrum samgöngukostum, það verður að horfa á heildarmyndina“,segir Vilhjálmur.

Veggjald stuðli að hagkvæmni og öryggi á vegum

Vilhjálmur segir að fyrirhuguð veggjöld séu hugsuð þannig að þau stuðli að bættu vegaöryggi, hægt verði að stytta leiðir og spari notendum eldsneyti ” því verður í raun ekki um auknar álögur að ræða því þetta mun spara fólki töluverðar upphæðir í eldsneytiskostnað og fólk kemst fyrr á áfangastað“.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila